Óvissa um mótshald í frjálsum

Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í langstökki.
Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í langstökki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ítrekað er að mótaskrá sambandsins það sem eftir er keppnistímabilsins 2020 sé einungis til viðmiðunar.

Vegna tilmæla sóttvarnarlæknis og stjórnvalda um tveggja metra regluna og fleira sé ekki hægt að ganga út frá því sem gefnu að mótadagskráin muni ganga upp eins og hún lítur út núna. 

Yfirlýsing FRÍ

mbl.is