Vilja hlé á æfingum og keppni til 13. ágúst

Engar snertingar verða í boði í íþróttastarfi fullorðinna, fæddra 2004 …
Engar snertingar verða í boði í íþróttastarfi fullorðinna, fæddra 2004 og fyrr, á næstunni. AFP

Yfirvöld mælast til þess að gert verði hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi eða þar til núgildandi auglýsing um takmarkanir á samkomum fellur úr gildi. Áður hafði verið greint frá því að tilmæli um hlé á slíkum æfingum og keppnum giltu til 10. ágúst. 

Ungmennafélag Íslands hvetur íþrótta- og ungmennafélög til að fara að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnir til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19.

Eins og áður hefur komið fram mega æfingar og keppni í íþróttum án snertingar halda áfram eftir því sem hægt er, að virtum reglum um fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þá á að sótthreinsa búnað á milli notkunar eða notenda. 

mbl.is