Nú skulum við öll hlýða Víði aftur

mbl.is/Arnþór Birkisson

Eins og flestum öðrum landsmönnum var mér brugðið eftir tíðindi vikunnar í íslensku samfélagi. Það er afar leiðinlegt að þurfa að taka skref til baka, eftir þann góða árangur sem hér hefur náðst. Nú skulum við öll hlýða Víði aftur og við komust í gegnum þetta saman.

KSÍ staðfesti á fimmtudag að öllum leikjum frá föstudeginum 31. júlí til og með 5. ágúst yrði frestað og staðan síðan endurskoðuð. Ekki er vitað hve lengi núverandi ástand varir, en ljóst er að KSÍ má ekki við því að fresta Íslandsmótum sínum of lengi, ætlum við yfir höfuð að ná að klára þau.

Á fimmtudag fóru leikir fram í Mjólkurbikar karla án áhorfenda. Auðvitað er afar leiðinlegt að geta ekki mætt á völlinn að styðja sitt lið. Ég tel það samt sem áður ágæta lausn á þessum tímapunkti að spilað verði áfram án áhorfenda, fyrst um sinn, á meðan við náum betur utan um stöðuna sem komin er upp hér á landi.

Bakvörðinn má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »