Önnur stjarna dregur sig úr keppni

Nick Kyrgios
Nick Kyrgios AFP

Opna banda­ríska meist­ara­mótið í tenn­is mun fara fram í New York í lok mánaðar en nokkrir frægir tenniskappar verða þó fjarri góðu gamni.

For­ráðamenn banda­ríska tenn­is­sam­bands­ins eru staðráðnir í að halda mótið þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé ennþá að gera Bandaríkjamönnum lífið leitt. Nú hafa tveir af helstu spilurum Ástralíu dregið sig úr keppni. Ashleigh Barty, sem er efst kvenna á heimslistanum, tilkynnti nýlega að hún myndi ekki vera með og nú hefur Nick Kyrgios gert hið sama. Hann staðfesti þetta á samfélagsmiðlum um helgina og segir að hægt sé að endurbyggja íþróttina en ekki endurheimta þá sem deyja vegna veirunnar.

Mótið á að hefjast 31. ágúst og standa til 13. september en frægir leikmenn hafa líka tilkynnt þátttöku sína og má þar helst nefna Serenu Williams, eina sigursælustu tenniskonu heims.

mbl.is