Ásdís þriðja í Finnlandi

Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ásdís Hjálms­dótt­ir Annerud hafnaði í þriðja sæti á frjálsíþróttamóti í Finnlandi um helgina, Kuortane Games.

Ásdís kastaði lengst 58,68 metra í þremur köstum en hún hefur verið að kasta yfir 60 metra undanfarið í sumar. Nikola Ogrodnikova frá Tékklandi varð í öðru sæti, kastaði 60,61 metra, og Lina Muze frá Lettlandi í fyrsta sæti, kastaði 62,75 metra.

Lengsta kast Ásdísar í sumar kom á Bottn­arydskastet-mót­inu í Svíþjóð í júní þar sem hún kastaði lengst 62,66 metra. Íslands­met henn­ar í grein­inni er 63,43 metr­ar en það setti hún árið 2017.

mbl.is