Frakklandshjólreiðarnar byrja ekki í Kaupmannahöfn

Í Tour de France er hjólað vítt og breitt um …
Í Tour de France er hjólað vítt og breitt um Frakkland og jafnvel nágrannalöndin. AFP

Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, byrja ekki í Kaupmannahöfn næsta sumar eins og upprunalega stóð til heldur munu þær byrja þar árið 2022. Er þetta gert vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina. Upprunalega áttu hjólreiðarnar að hefjast í dönsku höfuðborginni 2. júlí á næsta ári en þá hefði orðið árekstur við Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem fært var um eitt ár.

Hjólreiðarnar áttu að hefjast í Kaupmannahöfn á næsta ári en danska höfuðborgin hýsir einnig leiki á EM í fótbolta og því ómögulegt að báðir viðburðir fari fram á sama tíma, enda gríðarlegt fjölmenni sem fylgir þessum tveimur íþróttahátíðum.

Þessi sögufræga keppni mun því hefjast í 106. skiptið í Kaupmannahöfn eftir tvö ár. Egan Bernal varð yngsti sigurvegarinn í sögu keppninnar þegar hann kom í mark í París í fyrra, aðeins 22 ára gamall. Keppni í ár mun hefjast í Nice í Frakklandi 29. ágúst. Í staðinn munu hjólreiðarnar 2022 hefjast í Kaupmannahöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert