Goðsögn setti met

Ronnie O'Sullivan.
Ronnie O'Sullivan. AFP

Fimmfaldur heimsmeistari í snóker, Ronnie O´Sullivan, var ekki lengi að slá Taílendinginn Thepchaiya un-Nooh úr keppni á heimsmeistaramótinu þegar þeir mættust í 1. umferð. 

O´Sullivan vann 10:1 og tók það einungis 108 mínútur sem er met. Enginn hefur verið fljótari að vinna leik í sögu heimsmeistaramótsins. Bætti hann metið um fjörutíu og eina mínútu. 

Kínverjinn Ding Junhuai þarf að kljást við O´Sullivan í næstu umferð. 

mbl.is