Norðurlandamótinu á Íslandi frestað

Norðurlandamótinu í júdó hefur verið frestað.
Norðurlandamótinu í júdó hefur verið frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðurlandamótinu í júdó sem átti að fara fram 12.-13. september í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Búist var við um 300 júdómönnum víðs vegar að frá Norðurlöndunum. Júdósamband Íslands greindi frá þessu í dag. 

Ákvörðunin var tekin af formönnum júdósambanda Norðurlandanna í sameiningu, en stefnt er að því að halda næsta Norðurlandamót á Íslandi í apríl 2021.

mbl.is