Bikarkeppninni frestað um tvær vikur

Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hefur verið frestað um tvær vikur en hún átti að fara fram í flokkum fullorðinna og 15 ára og yngri á Selfossi næsta laugardag, 15. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu FRÍ sem segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við formenn félaganna sem skráð eru til leiks.

Bikarkeppni FRÍ í þessum flokkum mun því að öllu óbreyttu fara fram laugardaginn 29. ágúst en gæti þó verið frestað frekar eða aflýst með stuttum fyrirvara. Ákvörðun um Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldunga, sem á að fara fram 22. og 23. ágúst, verður byggð á upplýsingum frá yfirvöldum sem vænta má 13. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert