„Síðasta stórmóti sumarsins“ aflýst

Mótið átti að fara fram í september.
Mótið átti að fara fram í september.

TM móti Stjörnunnar í knattspyrnu hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. 

Mótið átti að fara fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ helgarnar 5-6 og 12-13 september. 

Á mótinu keppa alla jafna knattspyrnuiðkendur í 6.- 7.- og 8. flokki. 

Á síðasta ári voru 4.000 þátttakendur á mótinu sem er eitt stærsta sinna tegundar og auglýst sem „síðasta stórmót sumarins“. 

mbl.is