Ráðherra biðst afsökunar á Twitter-færslu

Ole Gunnar Solskjaer, hinn norski þjálfari Manchester United, ræðir við …
Ole Gunnar Solskjaer, hinn norski þjálfari Manchester United, ræðir við landa sinn Stale Solbakken, þjálfara FC København, að leik loknum. Danska ráðherranum varð ekki að ósk sinni, að hvorugt liðið myndi vinna, því United vann leikinn 1:0. AFP

Mattias Tesfaye, innflytjenda- og aðlögunarráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á færslu sem hann setti á Twitter í gær en þar uppnefndi hann Jens Stage og Kamil Wilzek, leikmenn FC Kø­ben­havn. Tilefnið var leikur FC Kø­ben­havn og Manchester United í Evrópudeildinni í gær.

 „FCK-United. Mig hefði aldrei dreymt að vona að þau fé­lög myndu nokk­urn tím­ann vinna fót­bolta­leik. En hvaða lið vil ég frek­ar að tapi? Ég vona að Júdas Stage og Kamil Paycheck tapi,“ sagði ráðherrann og uppnefndi þar með leikmennina; þeir hefðu svikið fyrri lið sín og gengið til liðs við Kaupmannahafnarstórveldið fyrir peninga. Færslan féll í grýttan jarðveg aðdáenda félagsins og var hann ekki lengi að eyða henni.

Í kjölfarið óskaði FCK eftir formlegri afsökunarbeiðni frá ráðherranum, og nú er hún komin, í það minnsta í einhverri mynd.

„Afsakið! Fyrir mig er fótbolti skemmtun og fíflagangur, og stríðni milli liða. En ég hef tekið eftir því að tístið mitt var lesið í tengslum við hótanir í garð leikmannanna. Og þá er það ekki skemmtilegt lengur. Óska Stage og Kamil alls hins besta,“ segir Tesfaye í færslu á Twitter.

 

 

mbl.is