Einn sá efnilegasti alvarlega slasaður

Remco Evenepoel fluttur á sjúkrahús í gær.
Remco Evenepoel fluttur á sjúkrahús í gær. AFP

Remco Evenepoel, einn efnilegasti hjólreiðakappi Evrópu, slasaðist illa þegar hann féll af brú í Il Lombardia-hjólreiðunum á Ítalíu. Var hann í fjórða sæti þegar atvikið átti sér stað á brattasta kafla brautarinnar. 

Sjúkraflutningamenn mættu á staðinn og fluttu Eveneopel á nærliggjandi sjúkrahús. Að sögn Deceunick-liðsins sem Belginn hjólar fyrir er hann með meðvitund og undir eftirliti. 

Evenepoel hefur átt góðu gengi að fagna á árinu og fagnað sigri í Tour of Poland-keppninni og Volta a Burgos, en hann er aðeins tvítugur. 

mbl.is