Aftur í úrslit eftir tveggja áratuga bið

Corey Perry fagnar sigurmarkinu í nótt sem Denis Gurianov skoraði.
Corey Perry fagnar sigurmarkinu í nótt sem Denis Gurianov skoraði. AFP

Dallas Stars mun leika til úrslita um Stanley-bikarinn fræga sem sigurvegarinn í NHL deildinni í íshokki hampar. 

Dallas sló út Vegas Golden Knights í nótt með 3:2 sigri eftir framlengdan leik og samtals 4:1. 

Dallas lék síðast til úrslita árið 2000 en tapaði þá fyrir New Jersey Devils í úrslitum. Dallas varð hins vegar meistari árið áður eða 1999. 

Dallas mun mæta annað hvort Tampa Bay Lightning eða New York Islanders í úrslitum en þar er Tampa með væntalega stöðu 3:1. 

NHL deildin fór sömu leið og NBA hvað það varðar að keppni hófst aftur til að ljúka keppnistímabilinu 2019-2020 og er eru allir leikirnir í einni borg. Leikið er í Edmonton í Kanada. 

Dallas Stars.
Dallas Stars. AFP
mbl.is