Anna og Arnar Íslandsmeistarar

Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Kaplakrika um helgina.
Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Kaplakrika um helgina. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Meistaramót Íslands í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á braut fór fram í Kaplakrika um helgina.

Íslandsmeistari í 10.000 metra hlaupi varð Arnar Pétursson, Breiðablik, en hann kom í mark á tímanum 32:48,38 mínútum.

Í 5.000 metra hlaupi kom Anna Karen Jónsdóttir, FH, fyrst í mark á 18:34,57 mínútum og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is