Kastarar inn í myndina

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason.

Áður en Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað var einn íslenskur íþróttamaður öruggur um keppnisrétt á leikunum sem til stóð að færu fram frá 24. júlí til 9. ágúst 2020. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee náði lágmarkinu örugglega í bringusundi.

Leikunum var frestað vegna kórónuveirunnar eins og íþróttaáhugafólk þekkir. Nú er stefnt að því að þeir fari fram 23. júlí til 8. ágúst. Þessum leikjum í Tókýó verður ekki frestað oftar. Gestgjafarnir hafa fullyrt það enda mótshaldið orðið verulega dýrt spaug. Annaðhvort fara þeir fram næsta sumar eða verður aflýst.

þegar leikunum hefði átt að vera lokið eru tveir íslenskir kastarar skyndilega komnir í þá stöðu að eiga góða möguleika á að komast á leikana. Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hafa báðir bætt sig mjög nú síðsumars og ruku upp heimslistann í sínum greinum.

Sjá bakvörðinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »