Stanley-bikarinn til Texas?

Jason Dickinson #18 fagnar marki sínu fyrir Dallas Stars í …
Jason Dickinson #18 fagnar marki sínu fyrir Dallas Stars í nótt. AFP

Dallas Stars tók forystuna þegar úrslitarimman í NHL-deildinni í íshokkí hófst í nótt. 

Dallas vann fyrsta leikinn í úrslitunum gegn Tampa Bay Lightning 4:1 en leikið er í Edmonton. NHL fór sömu leið og NBA og ákvað að ljúka keppnistímabilinu 2019-2020 í einni borg. 

Joel Hanley, Jamie Oleksiak, Joel Kiviranta og Jason Dickinson skoruðu fyrir Dallas en Yanni Gourde fyrir Tampa og jafnaði þá leikinn 1:1. 

Vinna þarf fjóra leiki til að vera meistari og hampa Stanley-bikarnum. Einum þeim frægasta í íþróttunum en um hann hefur verið keppt síðan 1893. 

Dallas hefur einu sinni orðið meistari og var það árið 1999. Tampa Bay hefur einni sigrað einu sinni en það var árið 2004. 

Anthony Cirelli hjá Tampa lætur John Klingberg finna fyrir því.
Anthony Cirelli hjá Tampa lætur John Klingberg finna fyrir því. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert