Pattstaða í Grafarvoginum

Ekki tókst að skilja að Fjölni og KA.
Ekki tókst að skilja að Fjölni og KA. Ljósmynd/Íris

KA kreisti fram jafntefli gegn Fjölni í leik liðanna í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á laugardaginn, lokatölur 1:1. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin fyrir gestina í Grafarvoginum um stundarfjórðungi fyrir leikslok eftir að Jón Gísli Ström kom Fjölni í forystu úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Það má segja að úrslitin hafi ekki komið á óvart. Fjölnismenn hafa enn ekki unnið leik á Íslandsmótinu, eru í botnsætinu með sex stig eftir 15 leiki. Þá eru norðanmenn jafntefliskóngar deildarinnar, hafa gert níu slík í 14 leikjum og sjálfir aðeins unnið tvo. Það var í raun eins og upp væri komin pattstaða þegar KA-menn jöfnuðu metin, hvorugur aðilinn gat sigrað.

Vendipunktur leiksins var þegar varnarmaðurinn Mikkel Qvist gerðist sekur um heimskupör, reif Sigurpál Melberg Pálsson niður inni í vítateig. Daninn fauk út af með rautt spjald og Fjölnismenn fengu vítaspyrnu til að taka forystuna. Þó KA-menn hafi leikið manni færri í tæpa klukkustund voru þeir samt sterkari aðili leiksins og verðskulduðu kannski jöfnunarmarkið. KA-liðið byrjaði talsvert betur og hefði jafnvel farið alla leið með fullskipað lið. Það segir líka kannski mikið um þeirra leik, að jafnvel þótt þeir hafi verið undirmannaðir allan þennan tíma, voru þeir engu að síður ekki sáttir með stigið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »