Heimsmeistarinn féll yfir vegrið (myndskeið)

Sjúkraliðar sækja Chloe Dygert eftir slysið í dag.
Sjúkraliðar sækja Chloe Dygert eftir slysið í dag. AFP

Fráfarandi heimsmeistari í tímatöku götuhjólreiðum, Chloe Dygert, fékk slæma byltu á heimsmeistaramótinui í dag í Imola á Ítalíu. 

Dygert kastaði yfir vegrið eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en líklega hefur sprungið á framdekkinu hjá henni með þessum afleiðingum. 

Hugað að Chloe Dygert.
Hugað að Chloe Dygert. AFP

Stutt er síðan slysið átti sér stað og ekki hafa verið fluttar áreiðanlegar fréttir af því hvernig henni reiðir af enn sem komið er. 

Keppnin í dag var heimsmeistaramótið í götuhjólreiðum og núverandi heimsmeistari er Anna van der Berggen frá Hollandi sem kom í mark á 40:20,14 mínútum. 

Ágústa Edda Björnsdóttir og Margrét Pálsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd. Ágústa hafnaði í 42. sæti og Margrét í 46. sæti. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert