Norðankonur sterkari í Egilshöllinni

SA Víkingar unnu 5:3-sigur í kvöld.
SA Víkingar unnu 5:3-sigur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

SA vann 5:3-sigur á Fjölni í Hertz-deild kvenna í íshokkí í Egilshöllinni í kvöld. Norðankonur komust í þriggja marka forystu snemma í öðrum leikhluta.

Ragnhildur Kjartansdóttir, Védís Valdemarsdóttir og Kolbrún Garðarsdóttir skoruðu allar eitt mark fyrir SA og Diljá Björgvinsdóttir skoraði tvö. Steinunn Sigurgeirsdóttir og Sigrún Árnadóttir minnkuðu muninn fyrir Fjölni í 3:2 en það dugði þó ekki til. Kolbrún kom SA í 4:2 snemma í þriðja leikhluta og Diljá rak smiðshöggið á sigurinn með öðru marki sínu á 48 mínútu.

Fjölnir mætir SR í Skautahöllinni í Laugardalnum 9. október en SA spilar næst við Fjölni 31. október í Egilshöll.

mbl.is