Mikilvægt fyrir blaðamenn að halda fjarlægð

Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í byrjun …
Frá æfingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í byrjun september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska knattspyrnusumarið hefur verið ansi sérkennilegt, þökk sé kórónuveirufaraldrinum sem skaut upp kollinum í Evrópu stuttu eftir áramót. Tímabilið klárast vonandi í nóvember, sem betur fer, enda handboltinn nú þegar byrjaður og körfuboltinn hefst í dag. Það er því ágætis álag að vera íþróttafréttamaður þessa dagana.

Að vera íþróttafréttamaður er vandmeðfarið starf. Sjálfur er ég nokkuð opinn og á auðvelt með að tala við fólk, án þess þó að vera gjörsamlega óþolandi, vona ég. Frá því að ég hóf störf á 433.is árið 2014 að mig minnir hef ég tekið ógrynni af viðtölum við fólk úr öllum íþróttum. Þótt íþróttirnar séu margar og fólkið misjafnt er íþróttaheimurinn á Íslandi ekki svo stór ef við miðum við hinn stóra heim.

Þú ert mikið að tala við sama fólkið, aftur og aftur, og það eru góðar líkur á því að þið hittist reglulega á förnum vegi. Ef ekki þá hittist þið allavega eftir næsta leik en sjálfur hef ég reynt að halda ákveðinni fjarlægð við „viðfangsefni“ mín í gegnum tíðina. Ég átta mig t.d. ekki alveg á því hvernig maður á að geta horft gagnrýnum augum á einhvern fótboltaleik ef félagi manns er að þjálfa annað liðið.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert