Afstaða knattspyrnufólks kemur ekki á óvart

Tæplega helmingur leikmanna í efstu deild kvenna vill aflýsa tímabilinu …
Tæplega helmingur leikmanna í efstu deild kvenna vill aflýsa tímabilinu vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Íris

Afstaða margra leikmanna íslenskra knattspyrnuliða í efstu deildum gagnvart því að halda áfram keppni á Íslandsmótinu, eða ekki, sem fjallað er um hér á síðunni kemur engan veginn á óvart.

Eins og staðan er á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana er lítið vit í því að reyna að spila fótbolta, hvað þá að ferðast á milli landshluta til þess.

Það eina rétta er að halda að sér höndum, gera sitt besta til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og vonast til þess að faraldurinn sé í rénun.

Hafi staðan gjörbreyst næsta mánudag og allt horfi til betri vegar er sjálfsagt mál að gera það sem hægt er til að ljúka Íslandsmótinu á eðlilegan hátt á 2-3 vikum.

En sem betur fer setti KSÍ reglugerð til bráðabirgða í sumar sem veitir sambandinu heimild til að hætta keppni hvenær sem er, héðan af, og þá mun hlutfallsstaða liða í deildum verða endanleg lokastaða.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert