Íþróttir með snertingu bannaðar

Ekkert hefur verið leikið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu síðan …
Ekkert hefur verið leikið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu síðan í byrjun október. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, hefur boðað að tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttir með snertingu verði nú að reglum en þetta kom fram í samtali hans við Vísi.is í dag.

Allar íþróttir með snertingu verða því bannaðar, frá og með næstu viku, sama hvort þær séu stundaðar innan- eða utandyra en núverandi reglur, sem renna út 19. október, gilda aðeins um íþróttir á höfuðborgarsvæðinu.

„Varðandi íþróttaiðkunina er verið að gera þau tilmæli sem sóttvarnalæknir setti fram í síðustu eða þarsíðustu viku að reglum sem þýðir að allt íþróttastarf með snertingu, það er verið að taka nánar á því,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi.

„Það sama gildir utandyra og innandyra,“ bætti Guðmundur Ingi við í samtali við Vísi. 

Gera má ráð fyrir því að breytingar á reglugerðinni taki gildi þriðjudaginn 20. október og verði í gildi í tvær til þrjár vikur að því er fram kemur á Vísi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert