Útlit fyrir lengra hlé á keppni

Þór og Keflavík mættust 6. október á Íslandsmótinu í körfuknattleik …
Þór og Keflavík mættust 6. október á Íslandsmótinu í körfuknattleik en daginn eftir var allri keppni frestað næstu tólf dagana. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Litlar líkur virðast á því að tilslakanir verði gerðar á takmörkunum á íþróttastarfi frá og með næsta mánudegi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í gær að í grundvallaratriðum teldi hann ekki svigrúm fyrir tilslakanir.

Þetta skýrist þó ekki endanlega fyrr en í dag þegar búist er við viðbrögðum heilbrigðisráðherra við minnisblaði sóttvarnalæknis.

Keppni í öllum íþróttagreinum hefur legið niðri frá 7. október, m.a. hefur verið hlé á Íslandsmótunum í knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og íshokkíi, og miðað var við næsta mánudag, 19. október. Núgildandi takmarkanir miðast við þá dagsetningu.

Svigrúmið minnkar enn

Miðað við orð Þórólfs í gær er hinsvegar viðbúið að keppni verði frestað enn um sinn þar sem yfirstandandi bylgja faraldursins virðist ekki í rénun. Það mun þrengja enn frekar að Íslandsmótinu í knattspyrnu sem átti að ljúka 31. október en getur framlengst til 1. desember, samkvæmt áætlunum KSÍ.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »