Bætti fimm ára Íslandsmet í Póllandi

Hlynur Andrésson náði frábærum árangri í Póllandi í dag.
Hlynur Andrésson náði frábærum árangri í Póllandi í dag. Ljósmynd/Kjartan Einarsson

Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet á HM í hálf maraþoni í Gdynia í Póllandi í dag.

Hlynur kom í mark á tímanum 1:02:48 klukkustundum og bætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar frá árinu 2015 um rúmlega tvær mínútur.

Metið setti Kári í Berlín í Þýskalandi en hann hljóp þá á 1:04:55 klukkustundum.

Hlynur hafnaði í 52. sæti af 117 keppendum en hann hefur einbeitt sér meira að styttri vegalengdum í gegnum tíðina og þar á hann fjölda Íslandsmeta.

Arnar Pétursson var einnig skráður til leiks í hlaupið en tókst ekki að ljúka keppni.

mbl.is