Ungur Norðmaður sló í gegn

Lucas Braathen fagnaði innilega þegar niðurstaðan lá fyrir.
Lucas Braathen fagnaði innilega þegar niðurstaðan lá fyrir. AFP

Tvítugur Norðmaður, Lucas Braathen, sigraði á fyrsta mótinu í heimsbikarkeppni karla í alpagreinum í Austurríki í gær. 

Sigraði hann þar með í fyrsta skipti á heimsbikarmóti og hefur sigurinn vakið mikla athygli í Noregi. Þar er rík hefð fyrir góðum árangri í brekkunum en ekki er algengt að svo ungir menn nái að fagna sigri í heimsbikarnum. 

Keppt var í stórsvigi í gær og spennan var mikil því Marco Odermatt var aðeins 0,06 sekúndum á eftir Braathen. Sá norski hafði ekki áður farið á verðlaunapall á heimsbikarmóti. 

Ítalir fengu bæði gull og silfur í fyrsta mótinu hjá konunum en þar var einnig keppt í stórsvigi. Fyrsta mótið fór fram í Sölden í Tyrol í Austurríki og þær ítölsku kunnu vel við sig. Marta Bassino sigraði og Federica Brignone varð í öðru sæti, 0,14 sekúndum á eftir. 

Var þetta annar sigur Bassino í heimsbikarnum á ferlinum en hún er 24 ára. 

Marta Bassino fagnar sigri í Austurríki.
Marta Bassino fagnar sigri í Austurríki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert