Gæti náð næsta risamóti

Roger Federer
Roger Federer AFP

Svisslendingurinn Roger Federer segist vera hóflega bjartsýnn á að geta verið með að Opna ástralska meistaramótinu í janúar, fyrsta risamótinu á næsta ári. 

Federer hefur unnið einliðaleikinn á risamótum i tennis tuttugu sinnum á ferlinum en Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði þann árangur á dögunum. 

Federer er orðinn 39 ára gamall og fór í hnéaðgerð í sumar. Var það önnur hnéaðgerðin á árinu og meiðslin halda honum frá keppni út þetta ár. 

Federer segist í samtali við blaðið Schweizer Illustriete vera á réttri leið í endurhæfingunni. Hann finni ekki fyrir sársauka þegar hann sinnir styrktaraæfingum en að svo stöddu æfi hann ekki með tennisspaðan í meira en tvær klukkustundir. Hann muni ekki keppa á ný fyrr en hann sé 100% tilbúinn en er hóflega bjartsýnn á að vera með í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert