Anton Sveinn setti Norðurlandamet í Búdapest

Anton Sveinn McKee
Anton Sveinn McKee mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anton Sveinn McKee setti nýtt Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi í morgun en hann er um þessar mundir að keppa í atvinnumannadeildinni í sundi í Ungverjalandi. Sundsambandið segir frá þessu.

Anton sigraði í greininni á tímanum 2:01,73 en gamla metið átti hann sjálfur, 2:02,94 mínútur. Þá var tími hans einnig undir Norðurlandametinu sem Svíinn Eric Person setti á EM25 í fyrra, 2:02,80.

Hann keppir fyrir Toronto Titans frá Kanda sem tekur þátt í stórri alþjóðlegri deild, In­ternati­onal Swimm­ing League, ISL. Hann synti einnig 50 metra bringusund í dag, fór á tímanum 26,29 sekúndum en Íslandsmetið er 26,14. Mótaröðin fer fram næstu vikurnar í Búdapest og verður spennandi að fylgjast með árangri Antons þar en þetta var hans fyrsti keppnisdagur í dag.

mbl.is