Varð að lúta í lægra haldi í Búdapest

Sveinbjörn Iura
Sveinbjörn Iura

Sveinbjörn Iura er úr leik á Grand Slam mótinu í júdó Búdapest í Ungverjalandi en hann tapaði gegn Dami­an Szw­arnowiecki frá Póllandi í dag.

Sveinbjörn keppir í -81kg flokki og mætti þar Pólverjanum sem er í 42. sæti heimslistans. Szw­arnowiecki var þó erfiðari andstæðingur en heimslistinn gefur til kynna, hann hafnaði í 5. sæti á HM árið 2018. Keppnisröð mótsins má sjá hér.

Svein­björn er einn þeirra ís­lensku íþrótta­manna sem hef­ur unnið að því síðustu árum að vinna sér keppn­is­rétt á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó sem fara áttu fram í sum­ar en var frestað þar til næsta sum­ar. Hann hef­ur ekki haft tæki­færi til að keppa á alþjóðleg­um mót­um í lang­an tíma vegna far­ald­urs­ins en Alþjóða júdósam­bandið stóð síðast fyr­ir móti í fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert