Þétt íþróttadagskrá um jól og áramót

Stefnt er að því að heil umferð fari fram í …
Stefnt er að því að heil umferð fari fram í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, hinn 27. desember næstkomandi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Hér á landi er vanalega algjört frí hjá íþróttafólki um jólin, með stöku undantekningum. Vegna frestana undanfarnar vikur af völdum útbreiðslu kórónuveirunnar hafa hinsvegar bæði Handknattleikssamband og Körfuknattleikssamband Íslands raðað sínum mótum upp á nýtt og í báðum greinum verður spilað af fullum krafti í efstu deildum í kringum jól og áramót.

Ekkert hefur verið leikið á Íslandsmótinu í handknattleik frá 3. október en samkvæmt nýrri niðurröðun á keppni að fara af stað aftur föstudaginn 13. nóvember.

Í körfuboltanum var síðast leikið 6. október. Tveir leikir áttu að fara fram í Dominos-deild kvenna, á morgun og 5. nóvember, en þeim hefur verið frestað. Annars er gert ráð fyrir að Íslandsmótið fari aftur af stað 13. nóvember.

Viðbúið er þó að yfirvofandi framlenging á aðgerðum yfirvalda vegna kórónuveirunnar leiði til þess að þá niðurröðun þurfi að endurskoða.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert