Djokovic og Nadal báðir úr leik

Dominic Thiem fagnar sigrinum á Novak Djokovic.
Dominic Thiem fagnar sigrinum á Novak Djokovic. AFP

Hvorki Novak Djokovic né Rafael Nadal leika til úrslita á ATP finals mótinu í O2 höllinni í London en mótið er lokamótið á ATP mótaröðinni. 

Danil Medvedev frá Rússlandi og Dominic Thiem frá Austurríki munu leika til úrslita. Medvedev sló Nadal út 3:6, 7:6, 7:4 og 6:3 í undanúrslitum og Thiem sló Djokovic út 7:5, 6:7, 10:12, 7:6 og 7:5 einnig í undanúrslitum. Djokovic er efstur á heimslistanum og Nadal er númer tvö.

Mótið er eitt af þeim stóru í tennisheiminum þótt það sé ekki eitt af risamótunum fjórum (Grand Slam). Mótið er hins vegar geysilega sterkt vegna þess að einungis átta efstu á styrkleikalista mótaraðarinnar á árinu fá keppnisrétt.

Daniil Medvedev í leiknum gegn Rafael Nadal.
Daniil Medvedev í leiknum gegn Rafael Nadal. AFP
mbl.is