Bíður og vonar

Síðast var leikið í úrvalsdeidl karla í körfuknattleik hinn 6. …
Síðast var leikið í úrvalsdeidl karla í körfuknattleik hinn 6. október síðastliðinn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ég hóf nýlega störf sem íþróttablaðamaður. Á tímum kórónuveirunnar hefur það verið sérlega áhugavert. Ég hlaut eldskírn mína á knattspyrnuleik í byrjun október þar sem ég fór með beina textalýsingu og tók viðtöl.

Í kjölfar þessa leiks sá ég fram á að taka nokkra leiki í viðbót í síðustu umferðum Pepsi Max-deilda karla og kvenna. Daginn eftir leikinn var sett upp plan í því skyni og ég fullur tilhlökkunar að fá að fara á fleiri leiki og lýsa þeim.

Degi síðar var allri íþróttaiðkun frestað og því skyndilega engir leikir til að fara á. Um mánuði síðar var sett upp nýtt plan með nýjum dagsetningum, aftur átti ég að fara á knattspyrnuleiki, lýsa þeim og taka viðtöl.

Örfáum dögum síðar var það plan aftur að engu orðið þegar Íslandsmótinu í knattspyrnu var aflýst með öllu. Fjölbreytt verkefni hafa komið í kjölfarið á íþróttadeildinni en ég viðurkenni fúslega að ég sakna þess að fara á leiki.

Nú bíður maður og vonast eftir því að handboltinn og körfuboltinn fái að fara af stað á næstunni.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »