Gjörsamlega glatað ár

Diego Armando Maradona lést á heimili sínu í gær en …
Diego Armando Maradona lést á heimili sínu í gær en í janúar lést körfuknattleiksgoðsögnin Kobe Bryant í þyrluslysi. AFP

Það voru fáir jafn peppaðir fyrir árinu 2020 og ég. Þegar ég bauð nýtt ár velkomið á gamlárskvöld 2019 í faðmi tengdafjölskyldu minnar á Suðurnesjunum ætlaði ég mér stóra hluti.

Árið 2020 hefur hins vegar verið frekar glatað ár svo við segjum það bara eins og það er. Þessi skoðun mín litast svo sannarlega af kórónuveirufaraldrinum og öllu því sem honum hefur fylgt. Íþróttalega séð hefur þetta líka verið svekkelsi á svekkelsi ofan þannig séð.

Kobe Bryant lést í hræðilegu þyrluslysi í janúar og í gær kvaddi Diego Maradona þennan heim. Tvær goðsagnir sem höfðu svo stórkostleg áhrif á sínar íþróttagreinar að það er erfitt að setja það í orð.

Heimsbyggðin var í sárum þegar Bryant lést. Ég man að ég las skilaboð til hans á samfélagsmiðlum sem sitja ennþá í mér. „Ég vissi ekki að fráfall einhvers, sem ég þekkti aldrei né hitti, gæti haft svona mikil áhrif á mig,“ skrifaði þessi ágæti maður. Orð sem eiga vafalaust við um Maradona hjá mörgum líka.

Hér heima mistókst svo íslenska karlalandsliðinu að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Þeir fengu á sig tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins. Það verður eiginlega ekki meira svekkjandi en það.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »