Heldur vestur um haf til æfinga

Guðlaug Edda Hannesdóttir.
Guðlaug Edda Hannesdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir tilkynnti á Instagram í gær að hún sé á leiðinni til Bandaríkjanna og muni verða þar við æfingar næstu mánuðina.

Miðað við stöðuna á ólympíulistanum í þríþraut á Guðlaug Edda ágæta möguleika á að komast á leikana í Tókýó á næsta ári. Hún leggur allt kapp á

að komast á leikana og segist hafa unnið að því síðustu mánuði að fá tilskilin leyfi í Bandaríkjunum til að geta æft hjá þjálfara sínum sem er bandarískur. Eftir nokkur nei hafi hún loks fengið já. kris@mbl.is

mbl.is