Ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttafólk

Þórólfur Guðnason og Rögnvaldur Ólafsson á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason og Rögnvaldur Ólafsson á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist á upplýsingafundi Almannavarna í morgun hafa fullan skilning á áhyggjum íþróttafólks vegna stöðunar.

Ekki sé þó hægt að segja að samkomubannið og takmarkanir sem því fylgi séu endilega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfssemi frekar en aðra hópa.

Hann sagðist vonast til þess að hægt verði að slaka á takmörkunum fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert