Ótrúleg atburðarás þegar Snorra var meinað að keppa

Snorri Einarsson á ferðinni.
Snorri Einarsson á ferðinni. AFP

Snorri Einarsson skíðagöngumaður lenti í miklum ógöngum um síðustu helgi, þegar hann tók þátt í fyrstu umferð heimsbikarsins í skíðagöngu í Ruka í Finnlandi. Ógöngurnar hófust þegar einn af þjálfurum hans, Vegard Karlstrøm, greindist með kórónuveiruna. Ekki var þó allt sem sýndist.

„Þetta var svolítið skrítin ferð. Ég fór í kórónuveirupróf á Íslandi, alvöru PCR-próf. Þegar ég kom til Finnlands fór ég bara í mótefnamælingu. Ég reyndist alveg neikvæður og hélt mínu striki,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið.

„Ég var kominn til Finnlands þremur dögum á undan þjálfaranum mínum og aðilanum sem ætlaði að hjálpa mér með skíðin. Svo koma þeir seint um nótt og fara í próf um morguninn. Í prófinu reyndist Vegard jákvæður. Við vorum saman í íbúð og vorum þá auðvitað búnir að vera í sama herbergi, grímulausir, í meira en 15 mínútur,“ hélt hann áfram. Því þurftu Snorri og Vegard að fara í sóttkví hvor í sínu lagi.

„Þá fóru í hönd þrír dagar þar sem ég hef aldrei á ævinni talað jafn mikið í símann. Það var ekki hægt að fá neitt út úr þeim sem voru að halda mótið. Það var enginn sem vissi neitt og enginn sem vildi taka ábyrgð á neinu. Mér fannst skrítið að ég skyldi ekki fá kórónuveiruna úr því að við vorum búnir að vera þarna saman. Vegard var heldur ekki með nein einkenni. Það var heldur enginn heima hjá honum með nein einkenni. Hvernig fékk hann þá kórónuveiruna? Bara á leiðinni í bílnum sjálfur, frá Noregi til Finnlands?“

Viðtalið við Snorra í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »