Ásdís í viku á spítala með kórónuveiruna

Ásdís Hjálmsdóttir veiktist illa.
Ásdís Hjálmsdóttir veiktist illa. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir veiktist illa þegar hún smitaðist af kórónuveirunni og var í viku á sjúkrahúsi vegna veikindanna. Ásdís deildi upplifuninni með fylgjendum sínum á Instagram.

„Ég fékk kórónuveiruna nýlega og mér finnst mikilvægt að deila reynslu minni. Fólk, sérstaklega ungt fólk utan áhættuhópa, vanmetur þennan sjúkdóm. Ég var ein ykkar og trúði því að ég yrði einkennalaus ef ég fengi þetta, en þetta er töluvert meira mál. Ég trúði því ekki að ég gæti lent svona illa í þessu,“ byrjar Ásdís.

„Þið haldið kannski að þið séuð örugg því þið eruð ung og heilbrigð en svo er ekki. Ég vil þið gerið allt til að verja ykkur og aðra fyrir þessum sjúkdómi því þetta er ekkert grín. Ég var að koma úr sturtu og það er eins og ég hafi verið á Crossfit-æfingu. Ég er andstutt bara af því að sitja hér og tala,“ bætti hún við.

Innslag Ásdísar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is