Sögulegur sigur Shiffrin í Flachau

Mikaela Shiffrin fagnaði vel og innilega í Austurríki í kvöld.
Mikaela Shiffrin fagnaði vel og innilega í Austurríki í kvöld. AFP

Bandaríkjakonan Mikaela Shiffrin kom fyrst í mark í heimsbikarnum í svigi á Hermann Maier-brautinni í Flachau í Austurríki í kvöld.

Shiffrin hafði betur gegn Katharinu Liensberger frá Austurríki og Wendy Holdener frá Sviss en Bandaríkjakonan fagnaði vel og innilega þegar hún kom í mark.

Þetta var fyrsti sigur Shiffrin í svigi á heimsbikarmóti í þrettán mánuði og þá var þetta í hundraðasta skiptið sem hún kemst á verðlaunapall í heimsbikarnum.

Hún varð þar með áttunda skíðamanneskjan sem afrekar það eða frá því heimsbikarinn var settur á laggirnar fyrir 54 árum.

Aðeins Lindsay Vonn, 137, Annemarie Moser-Proell, 114, Renate Götschl, 110, og Vreni Schneider, 101, hafa endað oftar á palli í heimsbikarnum.

Shiffrin tók sér hlé frá keppni á síðasta ári eftir andlát föður síns en hún er einungis 25 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert