Fjölnir sterkari í fyrsta leik eftir hlé

Frá leiknum í Skautahöllinni í kvöld.
Frá leiknum í Skautahöllinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir hafði betur gegn SR, 4:2, í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld en leikið var í Skautahöll Reykjavíkur. 

Fjölnir var með 2:1-forystu eftir fyrstu lotuna þar sem Viktor Svavarsson og Hilmar Benediktsson skoruðu fyrir Fjölni og Gunnlaugur Þorsteinsson fyrir SR. 

Liðin skoruðu sitthvort markið í annarri lotu, en Þorgils Eggertsson jafnaði í 2:2 áður en Viggó Hlynsson kom Fjölni aftur yfir, 3:2. Aron Knútsson gulltryggði 4:2-sigur Fjölnis með eina marki þriðju lotunnar. 

Tveimur leikjum er lokið í deildinni en SA vann 5:0-sigur á SR í byrjun september áður en hlé var gert á mótinu vegna sóttvarnaraðgerða yfirvalda. 

Fjölnir hafði betur gegn SR í kvöld.
Fjölnir hafði betur gegn SR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is