Ekki ásættanlegur árangur

Íslenska liðið hefur tapað tveimur leikjum á HM til þessa, …
Íslenska liðið hefur tapað tveimur leikjum á HM til þessa, gegn Portúgal og Sviss. AFP

Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á HM í Egyptalandi er ákveðið áhyggjuefni. Liðið hefur leikið fjóra leiki, tapað tveimur og unnið tvo. Eftir tap í fyrsta leik gegn Portúgal vann liðið nokkuð þægilega og örugga sigra gegn Alsír og Marokkó. Í gær þurfti liðið svo að sætta sig við tap í fyrsta leik sínum í milliriðli gegn Sviss.

Ef horft er til styrkleika liðanna sem Ísland hefur mætt á mótinu til þess er það ekki orðum aukið að segja að liðið hafi fallið á prófinu. Að vinna Alsír og Marokkó á að vera formsatriði fyrir landslið eins og Ísland. Að tapa gegn Portúgal og Sviss er ekki eitthvað sem íslenskt landslið í handbolta á að sætta sig við, jafnvel þótt Portúgal hafi hafnað í sjötta sæti á EM 2020, því Ísland er einfaldlega mun meiri handboltaþjóð en Portúgal.

Ljósu punktarnir úr leik liðsins í gær voru klárlega varnarleikurinn sem og frammistaða Ýmis Arnar Gíslasonar og Elliða Snæs Viðarssonar. Sóknarleikurinn var hins vegar afleitur, líkt og gegn Portúgal og íslenska liðið skorti alvörusvör við sterkri vörn Sviss. Sóknarleikurinn er ákveðið áhyggjuefni og það er ekki laust við að maður spyrji hvort liðið hafi verið nægilega undirbúið fyrir brotthvarf fyrirliðans Arons Pálmarssonar.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert