Hilmar náði besta árangrinum í dag

Hilmar Snær Örvarsson á fullri ferð.
Hilmar Snær Örvarsson á fullri ferð. Ljósmynd/ifsport

Hilmar Snær Örvarsson náði í dag besta árangri sínum á þeim þremur alþjóðlegu stórsvigsmótum sem hann hefur keppt á í Sviss á síðustu dögum.

Hilmar varð níundi í dag eftir að hafa verið í tólfta sæti eftir fyrri ferðina. Þetta mót var, eins og það síðasta, liður í heimsbikarmótaröð fatlaðra en það fyrsta var á Evrópumótaröðinni.

Arthur Bauchet frá Frakklandi sigraði í dag eins og á tveimur fyrri mótunum.

Á morgun og á laugardag verður keppt í svigi sem er sterkari grein Hilmars af þessum tveimur en bæði svigmótin gefa stig inn á heimsbikarmótaröðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert