Tvenn gullverðlaun eftir svakalega byltu

Austurríkismaðurinn Hermann Maier.
Austurríkismaðurinn Hermann Maier. Reuters

Verndarengill virðist vaka yfir franska skíðakappanum Maxence Muzaton sem slapp með skrekkinn á lygilegan hátt á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á Ítalíu um helgina. Ítalinn var á ferð niður brekkuna á leifturhraða þegar hann missti skyndilega jafnvægið og virtist voðinn svo sannarlega vís.

Keppendur í bruni ferðast á meira en 100 kílómetra hraða þannig að þegar menn taka til lofts í miðri brekku þá eru þeir í lífsháska. Ekki Muzaton hins vegar, sem á einhvern illskiljanlegan hátt tókst að standa öfugur á skíðunum eftir byltuna og komst í endamark lítillega meiddur.

Kollegi minn í umbrotinu hér hjá Morgunblaðinu var þá snöggur að rifja upp sögu af öðrum skíðakappa sem bauð dauðanum byrginn. Sá var enginn annar en hörkutólið Hermann Maier sem er ein af eftirminnilegri persónuleikum í skíðabrekkunum á síðustu áratugum en undirritaður er of ungur til að muna sérlega vel eftir Austurríkismanninum.

Austurríski múrarinn á eina frægustu byltu sögunnar er hann missti jafnvægið í lausu lofti á Vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan 1998. 

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert