Tiger Woods liggur á sjúkrahúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum eftir bílslys í morgun, þar sem bifreið hans er sögð verulega skemmd. Hann var einn að keyra þegar slysið varð.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Los Angeles þurfti að fjarlægja Woods úr bílnum með klippum.
Umboðsmaður Woods sagði Golf Digest að hinn fjörutíu og fimm ára kylfingur hafi verið fluttur á sjúkrahús með margvísleg meiðsli á fótum. Verið væri að framkvæma á honum aðgerðir.
Tiger Woods var handtekinn árið 2017 fyrir að keyra undir áhrifum fjölda ólíkra verkjalyfja. Þá keyrði hann út af án sömu alvarlegu afleiðinga og nú blasa við.