Tólf mörk skoruð í Egilshöllinni

Frá leik liðanna í Grafarvogi í kvöld þar sem Fjölnir …
Frá leik liðanna í Grafarvogi í kvöld þar sem Fjölnir stakk af í öðrum leikhluta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölnir fór illa með Skautafélag Reykjavíkur þegar liðin mættust í Hertz-deild kvenna í íshokkíi í Egilshöllinni í kvöld.

Fjölnir vann 10:2 sem eru nánast ótrúlegar lokatölur í ljósi þess að staðan var 1:1 að loknum fyrsta leikhluta. Fjölnir vann annan leikhluta 7:0 og því var staðan 8:1 fyrir síðasta leikhlutann.

Sigrún Árnadóttir skoraði fjögur mörk fyrir Fjölni. Laura Murphy og Berglind Valdimarsdóttir skoruðu tvö og þær Harpa Kjartansdóttir og Maríana Birgisdóttir sitt markið hvor. Brynhildur Hjaltested skoraði bæði mörk SR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert