Nokkuð ljóst hvor íþróttin verður í forgangi

Brynjar Karl Sigurðsson er umdeildasti körfuknattleiksþjálfari landsins.
Brynjar Karl Sigurðsson er umdeildasti körfuknattleiksþjálfari landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heimildarmyndin „Hækkum rána“ sem fjallar um umdeildar þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar hefur vakið talsverða athygli og umræðu.

Skiljanlega, því aðferðir hans eru óvenjulegar á margan hátt og snúast að sumu leyti frekar um að „valdefla“ stúlkur í íþróttum en að gera þær endilega að frábærum leikmönnum.

Mörgum var brugðið við að heyra talsmáta Brynjars við stúlkurnar þar sem hann hikaði ekki við að skamma hverja og eina fyrir framan hópinn og í miðjum leik ef því var að skipta. Slíkar aðferðir geta virkað vel á suma en þveröfugt á aðra.

Um svipað leyti og myndin kom út var átta ára vinur minn búinn að gefast upp á að æfa einstaklingsíþrótt sem hann hafði samt nokkuð gaman af. Hann var farinn að fá kvíðahnút í magann daginn fyrir æfingu og sagði að þjálfarinn væri stöðugt að skamma sig fyrir að gera hlutina ekki nógu vel.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »