Hönnunarmistök sem þola ekkert

Phil Babb, fyrrverandi leikmaður Liverpool, kemur við sögu í Bakverðinum …
Phil Babb, fyrrverandi leikmaður Liverpool, kemur við sögu í Bakverðinum í fullri útgáfu hans í Morgunblaðinu í dag. Ljósmynd/Chensiyuan

Margir kannast við að hafa verið með í einhvers konar hópspjalli á netinu á tímum veirunnar. Ég hafði orð á þessu við félaga mína á dögunum. Til tals kom að sennilega þýddi lítið fyrir mig að tala um kjark. Nú tali allir um að íþróttamenn séu með pung ef þeir eru hugrakkir.

„Merkilegt að heyra karlmenn tengja pung við hugrekki. Þessi viðkvæmi húðpoki sem þolir ekkert,“ sagði fulltrúi líffræðinga í hópnum. Þessi skilaboð tók annar á lofti, sem sjálfur hefur verið landsliðseinvaldur. „Ef menn eru með stóran pung þá eru þeir bara viðkvæmari fyrir höggum.“

Loks lét sá þriðji í sér heyra en hann les gjarnan yfir okkur þegar hann er úfinn í skapi. 

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

mbl.is