TBR meistari eftir sannfærandi sigur

TBR er Íslandsmeistari í badminton.
TBR er Íslandsmeistari í badminton. Ljósmynd/Badmintonsamband Íslands

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur (TBR) er Íslandsmeistari félagsliða 2021 í badminton í meistaraflokki og mun því keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða í Póllandi 21.-25. júní í sumar. TBR vann Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH) í hreinum úrslitaleik 7:1.

Lið TBR skipuðu: Júlíana Karítas Jóhannsdóttir, Karolina Prus, Sigríður Árnadóttir, Þórunn Eylands, Daníel Jóhannesson, Davíð Bjarni Björnsson, Eiður Ísak Broddason, Jónas Baldursson, Kristófer Darri Finnsson og Róbert Þór Henn.

mbl.is