Vann loks gullið

Alexander Bolshunov fagnaði sigri í dag.
Alexander Bolshunov fagnaði sigri í dag. AFP

Skíðamaðurinn Alexander Bolshunov varð í dag heimsmeistari í skiptigöngu á HM í nor­ræn­um grein­um sem fram fer í Oberts­dorf í Þýskalandi.

Rússinn hefur fjórum sinnum áður komist á pall á heimsmeistaramótinu en aldrei tekist að landa gullinu en hann varð tvisvar heimsmeistari ungmenna. Bolshunov kom í mark á tímanum 1:11:33,9 og var rúmri sekúndu á undan Norðmanninum Simen Hegstad Krüger. Annar Norðmaður var svo í þriðja sæti, Hans Christer Holund.

mbl.is