Góður árangur Íslendinga á HM

Snorri Einarsson.
Snorri Einarsson.

Tveir Íslend­ing­ar tóku þátt á heims­meist­ara­mót­inu í nor­ræn­um grein­um sem fram fer í Ober­st­dorf í Þýskalandi og gekk þeim vel í keppni dagsins, liðaspretti.

Þeir Isak Stian­son Peder­sen og Snorri Einarsson mynduðu íslenska karlaliðið og hófu leik í undanúrslitariðli B ásamt 17 öðrum þjóðum. Þeir voru framarlega um tíma og í áttunda sæti þegar fimm hringir af sex voru liðnir. Því miður gekk ekki sem skyldi í lokasprettinum og var niðurstaðan að lokum 14 sæti sem dugar ekki til að komast áfram í aðalkeppnina.

Þau Gígja Björnsdóttir, Albert Jónsson og Snorri Einarsson munu svo taka þátt í öðrum greinum á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert