Guðbjörg Jóna vann í Laugardalshöll

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (t.h.) bar sigur úr býtum í 200 …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (t.h.) bar sigur úr býtum í 200 metra hlaupinu í dag. Þórdís Eva Steinsdóttir (t.v.) lenti í öðru sæti. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á meistaramóti 15-22 ára í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll í dag.

Guðbjörg Jóna hljóp á 24,29 sekúndum, sem er 0,3 sekúndum frá hennar besta tíma, 23,98 sekúndur. Á Reykjavíkurleikunum í byrjun mánaðarins hafði hún hlaupið á 24,42 sekúndum þegar hún sigraði í 200 metra hlaupinu.

Í hlaupinu í dag Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH í öðru sæti á 24,85 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert