Katla sigraði á Ítalíu

Katla Björg Dagbjartsdóttir.
Katla Björg Dagbjartsdóttir. Ljósmynd/Skíðasambandið

Skíðakonan Katla Björg Dag­bjarts­dótt­ir úr Skíðafé­lagi Ak­ur­eyr­ar vann svigmót í keppni í Abetone á Ítalíu í alþjóðlegu mótaröð FIS í dag. Yfir 100 keppendur voru skráðir til leiks.

Þetta er í fyrsta sinn sem Katla ber sigur úr býtum á alþjóðlegu FIS-móti erlendis en hún hefur áður komist á verðlaunapall. Katla fékk 62,74 FIS-stig og er það hennar næst besti árangur á ferlinum en Skíðasamband Íslands segir frá.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var einnig á meðal keppenda og stóð sig vel, hafnaði í 5. sæti og alls 74,44 FIS-stig. Fríða Kristín Jónsdóttir var í 46. sæti en Hjördís Birna Ingvadóttir náði ekki að ljúka seinni ferð. Heildarúrslit á mótinu má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert